Gjaldeyrishöft eru takmarkanir sem settar eru á flutning og/eða notkun fjármagns í ákveðnum gjaldmiðlum innan, til og/eða frá tilteknu svæði.
Almennt hefur ekki ávallt verið gerður skýr greinarmunur á gjaldeyrishöftum og þeim fjármagnshöftum sem voru innleidd á Íslandi 28. nóvember 2008 í kjölfar bankahrunsins 2008.[1] Árið 2017, þann 14. mars, voru gjaldeyrishöftin á Íslandi afnumin að verulegu leyti. [2]