Gljáhlynur | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
A. glabrum subsp. douglasii
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Acer glabrum Torr. 1827 | ||||||||||||||||
Útbreiðslusvæði
| ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Listi
|
Gljáhlynur (fræðiheiti: Acer glabrum) er runni eða lítið lauftré af ættkvísl hlyna (Acer) sem vex í vesturhluta N-Ameríku; frá S-Alaska til Nýja-Mexíkó.[1] Hann getur orðið 10 m hátt í heimkynnum sínum en hefur orðið allt að 6 metra í ræktun á Íslandi.[2] Hætt er við kali. Börkur gljáhyns er rauðgrár og greinar hans eru rauðbrúnar, næstum hárlausar.