Gregory Nagy (borið fram /nɑʒ/) er prófessor í fornfræði við Harvard-háskóla fæddur Búdapest, Ungverjalandi 22. október 1942. Nagy er sérfræðingur um Hómer og forngrískan kveðskap. Nagy er þekktur fyrir að víkka út kenningu Milmans Parry og Alberts Lord um munnlegan kveðskap Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu. Hann er núverandi framkvæmdastjóri Center for Hellenic Studies, skóla sem Harvard rekur í Washington DC. Hann er Francis Jones prófessor í forngrískum bókmenntum og prófessor í almennri bókmenntafræði við Harvard.
Blaise Nagy, bróðir Gregorys, er einnig prófessor í fornfræði og kennir við College of the Holy Cross í Worcester í Massachusetts.