Greinarmerking (skák)

Þegar skrifað er um skákir nota skákskýrendur greinamerkingar og þá helst spurningarmerki eða upphrópunarmerki til þess að gefa til kynna hvort leikur sé góður eða slæmur. Einnig eru mörg önnur merki sem gefa segja til um einhverja ákveðna eiginleika leiks.

?: Slæmur leikur

[breyta | breyta frumkóða]

Gefur til kynna að leikurinn sem merkt er við sé slakur og hafi ekki átt að vera leikið.

??: Afleikur

[breyta | breyta frumkóða]

Mjög slæmur leikur fær merkinguna ??. Dæmi um slíkan leik væri að missa af því að andstæðingurinn sé hótandi máti.

!: Góður leikur

[breyta | breyta frumkóða]

Á sama hátt og spurningarmerki gefur til kynna slæman leik, gefur upphrópunarmerkið til kynna góðan leik og þá sérstaklega þá sem erfitt er að finna eða koma á óvart. Upphrópunarmerki er oft notað ef aðeins einn ásættanlegur leikur er í stöðunni og honum er leikið.

!!: Frábær leikur

[breyta | breyta frumkóða]

Þessi greinarmerking er notuð sparlega og aðeins um þá leiki sem sýna fram á virkilega gott mat leikmannsinns á stöðunni. Dæmi um slíkt gæti verið hróks- eða drottningarfórn.

!?: Athyglisverður leikur

[breyta | breyta frumkóða]

Ekki er til nein ákveðin skilgreining fyrir þetta merki. Það er oft notað yfir athyglisverða leiki og undir þann hóp flokkast leikir sem koma skákskýrandanum spánskt fyrir sjónir, sjaldgæfa byrjunarleiki eða mjög árásargjarna leiki. Þetta merki er þó oft notað fyrir slæma leiki sem erfitt er að sigrast á.

?!: Vafasamur leikur

[breyta | breyta frumkóða]

Þetta er gjarnan notað yfir leiki sem eru lítið rannsakaðir. Þetta þarf samt ekki að þýða að leikurinn sé alslæmur en þýðir þó yfirleitt að hann sé á „gráu svæði.“ Slakur leikur sem setur upp gildru gæti því fengið ?!.

∞: Óljós staða

[breyta | breyta frumkóða]

Þetta merki gefur til kynna að óljóst er hvor aðilinn hefur betra tafl.

=/∞: Með „bætur“

[breyta | breyta frumkóða]

Oft þegar taflmönnum er „fórnað“ er tekið fram hvort sá sem er undir í mannafla hafi fengið nóg spil fyrir fórnina. Merkið =/∞ á eftir peðsfórn þýðir að nóg spil er til þess að bæta upp fyrir peðið.

=: Jöfn staða

[breyta | breyta frumkóða]

Þetta merki gefur til kynna að staðan sé jöfn eða mjög nálægt því.

+/= (=/+): Örlítið betra tafl

[breyta | breyta frumkóða]

Þetta merki gefur til kynna að hvítur (svartur) hefur örlítið betra tafl.

+/− (−/+): Yfirburðir

[breyta | breyta frumkóða]

Þetta merki gefur til kynna að hvítur (svartur) hefur betra tafl.

+− (−+): Unnin staða

[breyta | breyta frumkóða]

Þetta merki gefur til kynna að hvítur (svartur) hefur unnið tafl.

Önnur merki

[breyta | breyta frumkóða]

○: Pláss

[breyta | breyta frumkóða]

Þetta merki segir til um hvort hvítur eða svartur hafi stjórn á fleiri reitum á borðinu.

↑: Frumkvæði

[breyta | breyta frumkóða]

Þetta merki gefur til kynna að frumkvæði eða árás fylgi leiknum.

↑↑: Liðsskipan

[breyta | breyta frumkóða]

Einnig skrifað "↻". Merkið gefur til kynna hvor hefur forskotið hvað liðsskipan varðar.

⇄: Gagnárás

[breyta | breyta frumkóða]

Merkið segir til um að gagnárás sé í gangi/vændum.

∇: Varnarleið

[breyta | breyta frumkóða]

Þetta merki segir til um hugsunina á bakvið leikinn þ.e.a.s. hverju leikurinn var að verjast.

Δ: Hugmyndir

[breyta | breyta frumkóða]

Þetta merki segir til um hvaða framtíðarleikjum merkti leikurinn standi fyrir.

□: Eini leikurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Merkið segir til um að þetta sé eini leikurinn í stöðunni.