Griplunibba er útskot á griplu taugafrumu sem myndar viðtökuhluta taugamóta. Griplunibbur eru smáar, oft innan við míkrómetra að stærð. Talið er að griplunibbur takmarki flæði jóna og innboða frá taugamótunum inn í gripluna. Þannig geta þær kóðað fyrir ástand tiltekinna taugamóta án þess að það hafi áhrif á önnur taugamót sömu taugafrumu. Einnig auka þær yfirborð griplunnar þannig að hún getur tekið við boðum á fleiri stöðum.