Gráhaddur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Gráhaddur með gamla bauka í Austurríki.
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Polytrichum piliferum (Hedw.) Loeske[2] |
Gráhaddur (fræðiheiti: Polytrichum piliferum) er mosategund af haddmosaætt sem vex meðal annars á Íslandi. Hann þekkist auðveldlega frá öðrum haddmosum á því að hann hefur langan litlausan blaðodd.[2][3]
Gráhaddur vex í sendnum jarðvegi, á melum, steinum, klettum, móbergi og urðum.[2] Hann notast mikið við röskuð búsvæði líkt og jarphaddur (P. juniperinum) en sækir í óstöðugri jarðvegsyfirborð, opnara og súrara undirlag.[3]
Gráhaddur finnst frá 0 upp í 3370 metra hæð erlendis.[1] Á Íslandi finnst hann víða um land en á Norðurlandi eru eyður í útbreiðslu hans.[4] Hann er með einn af fáum mosategundum sem þolir að vaxa í landmelhólavist sem einkennist af lausum foksandi.[5]
Í tilraun á gamalli járnnámu í New York gat gráhaddur auðveldað fræjum að spíra og mögulega bætt uppvaxtarskilyrði æðplantna fyrstu vikurnar. Í tilrauninni voru þó mikil afföll og ekki fannst sterkt samband milli tilraunarþátta.[6]
Í þjóðgarði í Póllandi kom í ljós að hægt er að nota bæði gráhadd og kjarrhadd (Polytrichastrum formosum) til að vakta magn þungmálma sem berast í litlu magni um langa leið í andrúmslofti. Tegundirnar safna báðar í sig málmunum kadmíumi, kóbalti, krómi, kopar, mólýbdeni, nikkel, blýi og rúbidíni í magni sem hægt er að nýta til mælinga. Í tilrauninni kom í ljós að gráhaddur hentaði betur en kjarrhaddur í þungmálmsrannsóknir.[7]