Gróðurbraggi eru plastgróðurhús þar sem uppistöður eru úr stáli og klæðning úr plastefninu fjöletýlen (einnig kallað pólýetýlen eða PE). Gróðurbraggi er oft braggalaga (hálfhringur) en getur verið kassalaga eða aflangur. Gróðurbraggar eru á kaldari svæðum notaðir á sama hátt og gróðurhús úr gleri eða yfirbreiðslur yfir beð. Hitastigi, rakastigi og loftskiptum er stjórnað af tækjum eða með því að opna og loka handvirkt loftraufar.
Gróðurbraggar eru notaðir til að fá hærra hitastig og rakastig en mögulegt er í umhverfinu en einnig til að vernda uppskeru frá miklum hita, björtu sólarljósi, vindi, hagléli og kuldaköstum. Ef mögulegt er að hækka hitastig um aðeins 5 to 15 °C og hlífa gróðri við ofþornun af völdum vinds þá um er hægt að rækta jurtir í gróðurbragga sem ella þrífast eingöngu á heitari stöðum.