Grýtur | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Glóðargrýta Solorina crocea í Washington-fylki í Bandaríkjunum
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tegundir | ||||||||||||
flaggrýta (S. bispora) |
Grýtur[1] eða sekkjaskófir[2] (fræðiheiti: Solorina) er ættkvísl fléttna af engjaskófarætt.
Grýtur eru án barkarlags á neðra borði þalsins og hafa Coccomyxa grænþörunga í þörungalaginu en Nostoc í hnyðlum.[1] Ólíkt öðrum fléttum af engjaskófarætt hafa grýtur askhirslur inni á efra borði þalsins en ekki við jaðar þalsins.[3]
Á Íslandi vaxa fimm tegundir grýtna og er ein tegund þeirra, móagrýta, á válista á Íslandi sem tegund í útrýmingarhættu (EN).[4]