Gunnlaugs saga ormstungu er ein Íslendingasagna. Hún er samin á 14. öld en varðveitt í yngra handriti. Í sögunni eru 25 kvæði sem tengjast sögupersónunum. Sagan fjallar um tvö íslensk skáld, þá Gunnlaug ormstungu og Hrafn Önundarson og keppni þeirra um ástir Helgu fögru barnabarns Egils Skallagrímssonar.