Guðmundur Þórður Guðmundsson (fæddur 23. desember 1960) er handknattleiksþjálfari sem þjálfar íslenska landsliðið. Hann var áður handknattleiksmaður og lék t.d. með félagsliðinu Víking. Fyrsti landsleikur hans sem leikmaður var gegn Belgíu árið 1980. Guðmundur lék alls 230 leiki með landsliðinu og skoraði 356 mörk. Hann var þjálfari karlaliðs Fram sem varð Íslandsmeistari árið 2006. Auk þess hefur hann þjálfað Viking og Aftureldingu.
Guðmundur hefur þjálfað íslenska landsliðið þrívegis: 2001-2004,2008-2012 og frá 2018. Hann var þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik þegar það vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og þegar það vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki 2010. Síðar þjálfaði hann danksa félagið Svendborg og þýska félagið Rhein-Neckar Löwen. Frá 2014 vék Guðmundur sér aftur að landsliðsþjálfun og tók við danska landsliðinu sem hann þjálfaði til ársins 2017. Guðmundur vann gullverðlaun með því á Ólýmpíuleikunum í Ríó árið 2016. Árið 2017 ákvað Guðmundur að taka að sér þjálfun landsliðs Bareins [1] en sneri svo aftur til íslenska landsliðsins ári síðar.