Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Dómsmálaráðherra Íslands | |||||||
Í embætti 19. júní 2023 – 21. desember 2024 | |||||||
Forsætisráðherra | Katrín Jakobsdóttir Bjarni Benediktsson | ||||||
Forveri | Jón Gunnarsson | ||||||
Eftirmaður | Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir | ||||||
Alþingismaður | |||||||
| |||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||
Fædd | 9. febrúar 1970 Selfoss | ||||||
Stjórnmálaflokkur | Sjálfstæðisflokkurinn | ||||||
Maki | Hans Kristján Einarsson Hagerup | ||||||
Menntun | Mannfræði | ||||||
Háskóli | Háskóli Íslands | ||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Guðrún Hafsteinsdóttir (f. 9. febrúar 1970) er íslenskur mannfræðingur, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Áður var hún markaðsstjóri fjölskyldufyrirtækisins, Kjörís ehf. og formaður Samtaka iðnaðarins. Hún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi árið 2021 og leiddi lista flokksins í kjördæminu í alþingiskosningunum í september 2021.
Foreldrar Guðrúnar eru Hafsteinn Kristinsson (1933-1993) forstjóri og stofnandi Kjöríss og Laufey Valdimarsdóttir (f. 1940). Guðrún er næstyngst fjögurra systkina, þ.á m. er Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis til 16 ára og núverandi sveitarstjóri í Hrunamannahreppi. Maki Guðrúnar er Hans Kristján Einarsson Hagerup gullsmiður og eiga þau samtals sex börn.[1]
Guðrún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands og diplómagráðu í jafnréttisfræðum frá Háskóla Íslands. Hún hefur lengst af starfað í Kjörís, tók þar við stöðu framkvæmdastjóra 23 ára gömul þegar faðir hennar lést[2] en frá 2008-2021 var hún markaðsstjóri Kjöríss.
Guðrún var formaður Samtaka iðnaðarins frá 2014 - 2020. Hún hefur setið stjórn Samtaka atvinnulífsins, Háskólans í Reykjavík, Bláa Lónsins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna[1] og er formaður Landsamtaka lífeyrissjóða frá árinu 2018.
Guðrún ákvað í september 2024, þrátt fyrir harða gagnrýni, að framfylgja ákvörðun Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um brottvísun Yazan Tamimis og foreldra hans.[3][4][5] Að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumálaráðherra Íslands ákvað hún síðar að afturkalla brottvísunina.[6]
Yazan Tamimi og foreldrar hans eru nú með alþjóðlega vernd á Íslandi.[7]
Fyrirrennari: Jón Gunnarsson |
|
Eftirmaður: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir |