Gísli Þorgeir Kristjánsson | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Gísli Þorgeir Kristjánsson | |
Fæðingardagur | 30. júlí 1999 | |
Fæðingarstaður | Ísland | |
Hæð | 1,86 m | |
Leikstaða | Miðjumaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | SC Magdeburg | |
Númer | 10 | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
Landsliðsferill | ||
2017– | Ísland | 32 (51) |
|
Gísli Þorgeir Kristjánsson (f. 30. júlí 1999) er íslenskur handknattleiksmaður sem leikur sem miðjumaður fyrir SC Magdeburg og íslenska landsliðið í handbolta. Hann var kjörinn Íþróttamaður ársins 2023 af Samtökum íþróttafréttamanna fyrir frammistöðu sína það ár, en þar bar hæst frammistaða hans í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta fyrir Magdeburg.[1]
Gísli er Hafnfirðingur og spilaði fyrir FH árin 2015-2018. Árið 2018 söðlaði hann um og fékk þriggja ára samning hjá Kiel í þýsku Bundesligunni. Með þeim varð hann bikarmeistari 2019 og deildarmeistari í Bundesligu 2020.
Árið 2020 samdi hann við SC Magdeburg þar sem hann spilar enn. Það má kalla Magdeburg Íslendingalið í dag því þar spilar hann með samlöndum sínum Ómarí Inga Magnússyni og Janusi Daða Smárasyni. Þar hefur hann sömuleiðis verið sigursæll, varð þýskalandsmeistari 2022 og vann Meistaradeild Evrópu 2023, og fleiri titla mætti telja.
Frumraun Gísla Þorgeirs með íslenska landsliðinu var í vináttulandsleik gegn Sviss sem landsliðið vann 31:29. Undanfarin mót hefur Gísli Þorgeir verið lykilmaður í sóknarleik íslenska landsliðsins, þar sem hann spilar á miðju.
Faðir hans er Kristján Arason, viðskiptafræðingur og fyrrum handboltamaður. Móðir hans er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, stjórnmálamaður og fyrrum ráðherra.