Allium unifolium Vieill. ex Greene 1894, illegitimate homonym not Kellogg 1863
Allium unifolium var. lacteum Greene
Allium unifolium[1] er Norður Amerísk tegund af laukaætt. Þar vex hann í fjallgörðum í Kaliforníu, Oregon, og Baja California.[2] Hann er helst í leirjarðvegi, einnig í serpentine, upp í 1100 m. hæð.[3][4]
Allium unifolium, hefur þrátt fyrir nafnið, yfirleitt 2 til 3 blöð að 50 sm löng. Laukurinn er yfirleitt stakur, egglaga, að 2 sm langur, oft á enda jarðstöngla sem vaxa ýt frá móðurplöntunni. Blómstöngullinn er pípulaga, að 80 sm langur. Blómin eru að 15 mm breið; krónublöðin eru yfirleitt bleik, en einstaka sinnum hvít; fræflarnir eru gulir eða purpuralitir.[3][5][6][7]
↑Hickman, J. C. 1993. The Jepson Manual: Higher Plants of California 1–1400. University of California Press, Berkeley.
↑Kellogg, Albert. 1863. Proceedings of the California Academy of Sciences 2: 112, f. 35.
↑Hitchcock, C. H., A.J. Cronquist, F. M. Ownbey & J. W. Thompson. 1969. Vascular Cryptogams, Gymnosperms, and Monocotyledons. 1: 1–914. In C. L. Hitchcock Vascular Plants of the Pacific Northwest. University of Washington Press, Seattle.