Hauggas

Hauggas er gas sem verður til við rotnun lífrænna efna við loftfirrðar aðstæður, t.d. á ruslahaugum og í kirkjugörðum. Hauggas er jarðgas úr metani, koldíoxíði og snefilgösum. Auðvelt er að skilja metan frá hauggasinu með hreinsiaðgerðum og nota það í bifreiðaeldsneyti og einnig má nota það beint til raforkuframleiðslu.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Björn H. Halldórsson og Ögmundur Einarsson (2001). „Hauggas/metangas – umhverfisvænn orkugjafi“ Orkuþing.
  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.