Hauggas er gas sem verður til við rotnun lífrænna efna við loftfirrðar aðstæður, t.d. á ruslahaugum og í kirkjugörðum. Hauggas er jarðgas úr metani, koldíoxíði og snefilgösum. Auðvelt er að skilja metan frá hauggasinu með hreinsiaðgerðum og nota það í bifreiðaeldsneyti og einnig má nota það beint til raforkuframleiðslu.[1]