Heiðatoppur eða gresjutoppur (fræðiheiti Lonicera ruprechtiana[2]) er runni af geitblaðsætt ættaður frá Kóreuskaga og austast í Rússlandi.[3] Hann verður um 2-3 m hár og álíka breiður. Blómin eru gulleit og berin skærrauð.
Hann hefur reynst harðgerður á Íslandi.[4]