Helgi Hjörvar (HHj) | |
Helgi Hjörvar | |
Fæðingardagur: | 9. júní 1967 |
---|---|
Fæðingarstaður: | Reykjavík |
4. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður | |
Flokkur: | Samfylkingin |
Nefndir: | Fjárlaganefnd 2003-2007, félagsmálanefnd 2003-2005 og 2006-2007, iðnaðarnefnd 2005-2007 og 2009, kjörbréfanefnd 2007-2011, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2007-2011, umhverfisnefnd 2007-2009 (form.), efnahags- og skattanefnd 2009-2011 (form. 2009-2011), utanríkismálanefnd 2009-, sérnefnd um stjórnarskrármál 2010-2011, efnahags- og viðskiptanefnd 2011- (form.), Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2007- (form. 2009-) |
Þingsetutímabil | |
2003-2007 | í Reykv. n. fyrir Samf. |
2007-2009 | í Reykv. n. fyrir Samf. ✽ |
2009-2013 | í Reykv.n. fyrir Samf. |
2013-2016 | í Reykv.n. fyrir Samf. |
✽ = stjórnarsinni | |
Embætti | |
2007-2009 | Formaður umhverfisnefndar |
2009-2011 | Formaður efnahags- og skattanefndar |
2011- | Formaður efnahags- og viðskiptanefndar |
2009- | Formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs |
2010 | Forseti Norðurlandaráðs |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis – Vefsíða |
Helgi Hjörvar (f. 9. júní 1967) var borgarfulltrúi R-listans 1998 þar til hann var kjörinn á þing fyrir Samfylkinguna i kosningunum 2003 en þar átti hann sæti til 2016.
Helgi er fæddur í Reykjavík 9. júní 1967. Foreldrar hans eru Úlfur Hjörvar (f. 22. apríl 1935, d. 9. nóv. 2008) rithöfundur og þýðandi og Helga Hjörvar (f. 2. júlí 1943), fv. skólastjóri Leiklistarskóla Íslands, fv. forstjóri menningarhússins Norðurbryggju í Kaupmannahöfn og fv. forstjóri Norræna hússins í Færeyjum. Eiginkona Helga er Þórhildur Elín Elínardóttir (f. 14. apríl 1967) upplýsingafulltrúi og grafískur hönnuður og eiga þau þrjár dætur. Þær eru Hildur (f. 1991), Helena (f. 2003) og María (f. 2005).
Hann lærði heimspeki við Háskóla Íslands og var meðal annars formaður og framkvæmdastjóri Blindrafélagsins 1994 til 1998, en hann er með arfgengan augnsjúkdóm (sjónufreknur), sem leiðir til hrörnunar nethimnunnar og blindu.
Helgi var kjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir hönd Reykjavíkurlistans árið 1998. Hann sat borgarráði Reykjavíkur 1998-2000 og 2001-2002. þá var hann forseti borgarstjórnar Reykjavíkur 1999-2002. Helgi var formaður félagsmálaráðs Reykjavíkur og stjórnkerfisnefndar Reykjavíkur 1998-2002. Formaður borgarmálaráðs Samfylkingarinnar 1999-2002. Í samgöngunefnd Reykjavíkur 2000-2002. Sat í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur frá-2002. Í hafnarstjórn Reykjavíkur 2002-2006. Í stjórn Fasteignastofu Reykjavíkur 2003-2006[1]
Helgi var kjörinn á þing fyrir Samfylkinguna 2003. Hann sat í fjárlaganefnd Alþingis frá 2003-2007, í félagsmálanefnd frá 2003-2005 og frá 2006-2007, í iðnaðarnefnd 2005-2007 og 2009, í kjörbréfanefnd frá 2007-2011, í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2007-2011, var formaður umhverfisnefndar 2007-2009 og formaður efnahags- og skattanefndar 2009-2011, í utanríkismálanefnd frá 2009-2013. Þá áttii hann hann sæti í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrármál 2010-2011.
Helgi var formaður sendinefndar Íslands í Norðurlandaráði á árunum 2009 til 2013 og var forseti Norðurlandaráðs 2010. Helgi var formaður þingflokks Samfylkingarinnar frá 2013 til 2016.
Helgi var framkvæmdastjóri Blindrafélagsins og Blindravinnustofunnar 1994-1998. Sat í stjórn Norrænu blindrasamtakanna 1994-1998. Stjórnarformaður hússjóðs Öryrkjabandalagsins 1998-2007. Formaður Blindrafélagsins 1996-1998. Í stjórn Sjónverndarsjóðsins 1996-2009. Í stjórn Blindrabókasafnsins 2003-2009. Þá sat hann í stjórn Landsvirkjunar 1999-2006.
Í nafnlausu bréfi sem Samfylkingunni barst árið 2016 var Helgi sakaður um kynferðlislega áreitni gegn ýmsum konum á stjórnmálaferli sínum. Meðal annars sakaði finnsk kona hann um að ganga á hana um kynlíf á ráðstefnu Norðurlandaráðs í Helsinki árið 2012 og gefa í leið um skyn að hann gæti haft áhrif á starfsframa hennar.[2] Árni Páll Árnason, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, hvatti Helga til þess að draga framboð sitt til formanns þetta ár til baka vegna ásakananna en Helgi lét ekki verða af því.[3] Hann bauð sig fram til formanns á flokksþingi Samfylkingarinnar árið 2016 en tapaði fyrir Oddnýju Harðardóttur.