Helgimölur

Helgimölur eða Bramafiðrildi er ætt spunafiðrilda sem hefur latneska vísindaheitið Brahmaeidae. Þetta er fáskipuð ætt og lifir aðeins á takmörkuðu svæði. Tegundir hennar finnast aðallega í S-Asíu, en einnig um austanverða Afríku og fyrir botni Miðjarðarhafs.