Hello Internet er hljóðnetvarp hýst af YouTube stjörnunum CGP Grey og Brady Haran.[1][2] Það var fyrst gefið út árið 2014 og hefur nú að geyma áttatíu og sjö þætti, ásamt einum bónusþætti og einum þætti sem var aðeins gefinn út sem hljómplata.[3][4][5] Grey tilkynnti 600.000 til 900.000 niðurhöl fyrir hvern þátt í ágúst 2017.[6]
Netvarpið inniheldur umræður sem lúta að lífi þeirra sem YouTube stjörnum, viðfangsefni nýjustu myndbanda þeirra ásamt áhugamálum þeirra og persónulegu áliti á ýmsum málefnum. Dæmigerð málefni innihalda kvikmynda- og sjónvarpsþáttargagngrýni, umræðu um flugslys, fánafræði, framtíðarfræði, og muninn á persónuleikum Greys og Harans. [7][8] Hlustendur geta rætt netvarpið á persónulegu subredditi CGP Greys[9] eða á Hello Internet subredditinu.[10] Hver þáttur byrjar vanalega með skoðunum Greys og Harans við slíkum athugasemdum. Netvarpið hefur opinberan fána að nafni "Nail & Gear".[11]
Netvarpið náði að hámarki #1 sæti á netvarpsvinsældarlista iTunes í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Þýskalandi.[12] Það var valið sem eitt af bestu nýju netvörpum ársins 2014 af Apple.[13] Fréttablaðið The Guardian taldi netvarpið eitt af þeim 50 bestu ársins 2016, og nefndi þátt 66 ("A Classic Episode") þátt ársins.[14]
↑Wellhofer, Jack (15 febrúar 2017). „Hello Internet piques interest“. The Polytechnic (enska). Troy, United States: Rensselaer Polytechnic Institute. Afrit af upprunalegu geymt þann 22 ágúst 2017. Sótt 22 ágúst 2017.