Helsingforssamningurinn

Undirritun samningsins.
Fánar aðildarríkja Helsingforssamningsins.

Helsingforssamningurinn er sáttmáli sem Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð undirrituðu 1962 og kveður á um norrænt samstarf á fjölmörgum sviðum. Samningurinn ákvarðar meðal annars um hlutverk og starf Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Samningurinn hefur verið uppfærður nokkrum sinnum frá því að hann var fyrst staðfestur. Síðustu breytingar gengu í gildi 1996.

Í samningnum er kveðið á um réttarsamstarf, samstarf í menningarmálum, félagsmálum, efnahagsmálum, samgöngumálum, á sviði umhverfisverndar auk annars samstarfs. Þá er í honum ákvæði um sérstaka samninga og tilhögun norræns samstarfs

Árið 2024 var rætt um að gera Færeyjar, Grænland og Álandseyjar fullgilda meðlimi. [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]