Hjálmþés saga og Ölvis

Hjálmþés saga og Ölvis er íslensk fornaldarsaga eða ævintýri. Margar vísur eru í sögunni.

Efni sögunnar

[breyta | breyta frumkóða]

Hjálmþér Ingason er kóngssonur en Ölvir Herrauðsson er fósturbróðir (og síðan fóstbróðir) hans. Stjúpmóðir Hjálmþés, Lúða, er fögur en svikul. Reynir hún að tæla Hjálmþé og leggur til að hann grandi Inga til þess að geta sængað hjá sér í friði. Hjálmþér reiðist og slær Lúðu. Girnd Lúðu breytist í hefndarþorsta og hún sendir bróður sínum Hjálmþé (og fóstbróður hans) með göldrum. Þeim er bjargað af konunni Skinnhúfu sem segir þeim frá sverðinu Snarvendli. Snarvendill er í umsjá finngálknsins Vargeisu sem heimtar koss að launum. Hjálmþé tekst að fá sverðið frá Vargeisu. Lúða hefur ekki fyrirgefið stjúpsyninum pústurinn og bölvar Hjálmþé þegar þau hittast næst. Álög hans eru að hvergi kyrr þola fyrr en hann sér Hervöru Hundingsdóttur, en faðir hennar er mjög hættulegur og göldróttur. Hervör býr í turni og afleiðingar þess að fara á fund hennar alvarlegar. Hjálmþér og Ölvir taka þriðja fóstbróður með í förinni þeim til aðstoðar en hann er þrællinn Hörður.

Undir lok sögunnar kemur í ljós að Skinnhúfa, Vargeisa og Hörður hafa öll verið undir álögum Lúðu. Þau eru systkinin Hildisif Ptólómeusdóttir (Skinnhúfa), Álsól Ptólómeusdóttir (Vargeisa) og Hringur Ptólómeusson (Hörður).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.