Hrana saga hrings

Hrana saga hrings er hetjusaga í Íslendingasagnastíl sem fjallar um Hrana hring (svo nefndur af því hann hafði rauðan hring á kinninni), afkomanda Gnúpa-Bárðar sem Bárðardalur er nefndur eftir samkvæmt Landnámu. Sagan er ein af þeim munnmælasögum sem Gísli Brynjúlfsson segir frá í bréfum og skrifaði síðan niður árið 1824. Sagan er varðveitt í pappírshandritinu KBAdd 62 4to.[1] Gísli taldi að sagan gæti verið samin um aldamótin 1800.[2]

Sagan segir frá ævintýrum Hrana hrings á Íslandi og í Suðureyjum þar sem hann festir ráð sitt og deyr. Í sögunni berst hann meðal annars við mannætutröll og víkinga.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „KBAdd 62 4to“. Handrit.is.
  2. Einar G. Pétursson (2006). „Jökuldæla“. Múlaþing. 33: 102.