Hræsvelgur er jötunn í norrænni goðafræði, hann er í arnarham og situr við enda veraldar og frá honum koma vindar.
Eins og stendur í Vafþrúðnismálum:[1]
Hræsvelgr heitir, er sitr á himins enda, iötunn í arnar ham; af hans vængiom kvæða vind koma alla menn yfir.
Í Gylfaginningu er sagt að hann sé "á norðanverðum himins enda".[2]
Nafnið Hræsvelgur þýðir sá sem gleypir hræ.[3]