Jack Bauer er aðalpersónan í bandarísku sjónvarpsþáttunum 24 og er leikin af Kiefer Sutherland.
Jack Bauer fæddist í Kaliforníu og er af þýskum og bandarískum ættum. Bauer nam enskar bókmenntir við UCLA. Hann lauk M.A.-gráðu í afbrotafræði og lögfræði frá UC Berkeley.
Að námi loknu gekk Bauer til liðs við lögregluna í Los Angeles og starfaði í sérsveit hennar. Síðar gegndi hann herþjónustu í sérsveitum bandaríska hersins, Delta Force. Svo virðist sem Bauer hafi einnig starfað fyrir CIA áður en hann hóf störf fyrir Counter Terrorist Unit.