James Hewitt

James Lifford Hewitt (fæddur 30. apríl 1958) er fyrrverandi riddaraliðsforingi í breska hernum sem átti í ástarsambandi við Díönu prinsessu á tímabili. Sumir halda því fram að hann sé blóðfaðir Harry prins en hann hefur alla tíð hafnað þeim orðrómi. Samkvæmt heimildum þá kynntist hann Díönu fyrst árið 1986 en Harry fæddist árið 1984.