Janet Lansbury

Janet Lansbury (fædd Janet Louise Johnson; 10. júlí 1959) er bandarískur kennari, rithöfundur og fyrrum leikkona.

Janet hætti að leika árið 1995 til að ala upp börnin sín þrjú með eiginmanni sínum Michael Lansbury. Í framhaldi af því byrjaði hún að stunda kennslu fyrir foreldra, þ.s. hún kennir foreldrum að notast við RIE-hugmyndafræðina. RIE stendur fyrir Resources for Infant Educators og eru samtök sem stofnuð voru af Mögdu Gerber árið 1978. RIE er einnig uppeldisnálgun og má þýða sem virðingarríkt tengslauppeldi[1]. Árið 2009 hóf hún að blogga um hin ýmsu uppeldisráð sem fræðslu fyrir foreldra. Árið 2014 gaf Janet út tvær bækur, Elevating Child Care: A Guide to Respectful Parenting[2] og No Bad Kids: Toddler Discipline Without Shame[3]. Árið 2015 byrjað hún með hlaðvarpsþættina Janet Lansbury Unruffled[4].

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Guðbr, Kristjana B.; sdóttir. „Vill skömmina burt úr lífi barna“. www.frettabladid.is. Sótt 30. ágúst 2022.
  2. https://www.goodreads.com/book/show/22052330-elevating-child-care
  3. https://www.goodreads.com/book/show/23275206-no-bad-kids
  4. „11 parenting podcasts worth checking out“. Washington Post (bandarísk enska). ISSN 0190-8286. Sótt 30. ágúst 2022.