John Myles Dillon (fæddur 15. september 1939) er írskur fornfræðingur og heimspekingur sem gegndi stöðu Regius-prófessors í forngrísku við Trinity College í Dublin á Írlandii á árunum 1980 til 2006. Áður kenndi hann við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Hann var kjörinn félagi við Akademíuna í Aþenu þann 15. júní 2010. Dillon er sérfræðingur um sögu platonisma frá fornöld til endurreisnar og einnig um frumkristni.
Meðal frægustu fræðirita Dillons eru þýðing hans á Um launhelgar Egyptanna eftir Jamblikkos, bók hans um mið-platonistana og nýplatonisma auk þess sem hann ritstýrði þýðingu Stephens McKenna á Níundunum eftir Plótínos.
Dillon er meðlimur í Hinu alþjóðlega áhugamannafélagi um nýplatónsk fræði (International Society of NeoPlatonic Studies).[1]
Fyrsta skáldsaga hans, The Scent of Eucalyptus, kom út árið 2007.[2]
- The Scent of Eucalyptus (University Press of the South, 2007).
- Salt and Olives: Morality and Custom in Ancient Greece (Edinburgh University Press, 2004).
- Neoplatonic Philosophy: Introductory Readings (ásamt Lloyd Gerson) (Hackett, 2004).
- The Heirs of Plato: A Study of the Old Academy, 347 - 247 B.C (Oxford University Press, 2003).
- The Greek Sophists, þýðing (ásamt Taniu Gergel) með inngangi eftir John Dillon (Penguin, 2003).
- Iamblichus, On the Mysteries, þýð. ásamt inngangi og skýringum (ásamt Emmu C. Clarke og Jackson P. Hershbell (SCM Press, 2003).
- Iamblichus, De Anima, text, translation and commentary (ásamt John F. Finamore) (Brill, 2002).
- The Great Tradition: Further Studies in the Development of Platonism and Christianity (Ashgate, 1997).
- Alcinous, The Handbook of Platonism (Oxford University Press, 1995).
- The Middle Platonists (Cornell University Press, 1977).