Jón Gunnarsson (JónG) | |||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | |||||||||||||
Dómsmálaráðherra Íslands | |||||||||||||
Í embætti 28. nóvember 2021 – 19. júní 2023 | |||||||||||||
Forsætisráðherra | Katrín Jakobsdóttir | ||||||||||||
Forveri | Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir | ||||||||||||
Eftirmaður | Guðrún Hafsteinsdóttir | ||||||||||||
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Íslands | |||||||||||||
Í embætti 11. janúar 2017 – 30. nóvember 2017 | |||||||||||||
Forsætisráðherra | Bjarni Benediktsson | ||||||||||||
Forveri | Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) | ||||||||||||
Eftirmaður | Sigurður Ingi Jóhannsson | ||||||||||||
Alþingismaður | |||||||||||||
| |||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||
Fæddur | 21. september 1956 Reykjavík | ||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Sjálfstæðisflokkurinn | ||||||||||||
Maki | Margrét Halla Ragnarsdóttir | ||||||||||||
Börn | 3 | ||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Jón Gunnarsson (f. 21. september 1956 í Reykjavík) er íslenskur stjórnmálamaður sem er þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi frá 2007. Hann var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra árið 2017 og dómsmálaráðherra frá 2021 til 2023.
Jón lauk prófi frá málmiðnaðardeild Iðnskólans í Reykjavík árið 1975 og prófi í rekstrar- og viðskiptafræðum EHÍ árið 1996.[1]
Hann var bóndi að Barkastöðum í Miðfirði 1981-1985. Yfirmaður auglýsinga- og áskriftadeildar Stöðvar 2 1986–1990. Markaðsstjóri Prentsmiðjunnar Odda 1991–1993. Rak ásamt eiginkonu sinni innflutningsfyrirtækið Rún ehf. 1994–2004. Framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2005–2007. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 11. janúar til 30. nóvember 2017. Innanríkisráðherra 28. nóvember 2021 til 31. janúar 2022. Dómsmálaráðherra 1. febrúar 2022 til 19. júní 2023.[2]
Í alþingiskosningunum 2024 sóttist hann eftir því að leiða annað sætið í kraganum en tapaði sætinu fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, því fékk Jón útheimtað fimmta sætið í kraganum og datt því út af þingi. Hins vegar við afsögn þingmennsku Bjarna Benediktssonar hlaut hann þingsæti að nýju í janúar 2025.[3]
Jón starfaði mikið innan björgunarsveitanna áður en hann tók sæti á þingi. Auk þess að vera framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar árin 2005 til 2007 var hann formaður Flugbjörgunarsveitar Vestur-Húnavatnssýslu 1983–1985. Í stjórn Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík 1987–1991, formaður 1989–1991. Í stjórn Landsbjargar 1991–1999, varaformaður 1997–1999. Í landsstjórn aðgerðamála björgunarsveita 1992–1997. Í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar 1999–2005, formaður 2000–2005. Í stjórn Slysavarnaskóla sjómanna 2002–2009.
Á 152. löggjafarþingi lagði Jón fram frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögum um fullnustu refsinga, um bætta réttarstöðu brotaþola, fatlaðs fólks og aðstandenda. Frumvarpið sem var samþykkt mótatkvæðalaust af fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi.[1] Það bætir réttarstöðu brotaþola við meðferð sakamála hjá lögreglu og fyrir dómstólum. Í því sambandi er t.a.m. lagt til að aðgangur réttargæslumanns að gögnum á rannsóknarstigi verði í grundvallaratriðum sá sami og aðgangur verjanda, að brotaþola verði heimilt að vera viðstaddur lokað þinghald eftir að hann hefur gefið skýrslu, að réttargæslumanni verði milliliðalaust heimilað að beina spurningum til skýrslugjafa fyrir dómi, að brotaþola verði í ríkara mæli skipaður réttargæslumaður við meðferð áfrýjaðra mála og að unnt verði við meðferð máls á áfrýjunarstigi að krefjast ómerkingar á þeim þætti áfrýjaðs dóms sem lýtur að frávísun bótakröfu brotaþola þegar ákærði hefur verið sýknaður og bótakröfu af þeim sökum vísað frá dómi. Gagnrýnendur töldu breytingarnar ekki ganga nægilega langt fyrir þolendur kynferðisbrota.[4] Þó kemur það fram í mati á áhrifum frumvarpsins að því sé ekki síst ætlað að bæta réttarstöðu þeirra sem verða fyrir kynferðisbrotum. Þar segir: „Af útgefinni tölfræði lögreglunnar verður ráðið að mikill meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum eru konur og að sama skapi er mikill hluti grunaðra í þeim málaflokki karlkyns. Þótt frumvarpið veiti þannig einstaklingum óháð kyni réttarvernd þykir ljóst af tilkynningum til lögreglu og málum sem til rannsóknar hafa verið að í framkvæmd muni það styrkja réttarvernd kvenna sérstaklega.“[5]
Árið 2019 voru greidd atkvæði um þungunarrofs frumvarp með það yfirlýsta markmið að tryggja að sjálfsforræði til þungunnarrofs væri virt.[2] Jón Gunnarsson sætti ásökunum um kvenfyrirlitningu og forræðishyggju eftir að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.[6][7] Umræðan var endurvakin árið 2022 þegar keimlík atkvæðagreiðsla átti sér stað í bandaríkjunum.[8]
Í apríl árið 2022 sætti íslenska lögreglan, sem þá heyrði undir ráðuneyti Jóns sem dómsmálaráðherra, ásökunum um kynþáttahyggju vegna meintrar kynþáttamiðaðrar löggæslu í formi kynþáttamörkunar. Ásakanirnar voru bornar fram í tengslum við mál drengs sem var tvívegis stöðvaður af vopnuðum lögregluþjónum í misgripum fyrir strokufanga sem hann þótti líkjast.[9][10] Jón Gunnarsson hafnaði alfarið ásökunum um að kynþáttahyggja og fordómar viðgengjust innan lögreglunnar, en kvaðst samt harma upplifun drengsins.[9]
Jón Gunnarsson reyndi ítrekað að koma á lagnirnar nýju frumvarpi útlendingalaga.[11] Frumvörp Jóns voru gagnrýnd af ýmsum félögum og samtökum, svosem: UNICEF, Kvenréttindasamband Íslands, Íslandsdeild Amnesty International og Mannréttindaskrifstofu Íslands.[12] Mörg gagnrýnin snerist um að ekki væri tekið mið af stöðu kvenna á flótta.[13][14]
Einnig var Jón ásakaður um mismunun í málefnum flóttafólks en hann hafði greikkað veg fyrir úkraínskt flóttafólk fyrr um árið.[15][16]