Jökulsá á Dal

Jökulsá á Dal
Brú yfir Jökulsá á Dal
Einkenni
UppsprettaBrúarjökull í Vatnajökli
Hnit64°41′00″N 15°50′44″V / 64.6833°N 15.8456°V / 64.6833; -15.8456
Árós 
 • staðsetning
Héraðsflói
Lengd150 km
Vatnasvið3.700 km²
Rennsli 
 • miðlungs152 m³/s
breyta upplýsingum
Jökulsá á Brú. Kláfur um 1900.

Jökulsá á Dal eða Jökulsá á Brú, einnig nefnd Jökla, er lengsta á á Austurlandi. Áin er dæmigerð jökulá og á upptök sín í Brúarjökli og fellur um Jökuldal. Miklar rennslissveiflur eru í ánni eins og títt er í jökulám og jafnframt er hún mjög gruggug vegna framburðar. Jökla hefur grafið mikil gljúfur í farvegi sínum, Hafrahvammagljúfur og Dimmugljúfur. Margar þverár falla til Jöklu. Þær helstu eru Kringilsá, Sauðá, Reykjará, Hrafnkela, Gilsá, Hnefilsdalsá, Laxá og Kaldá. Jökla og Lagarfljót falla í Héraðsflóa um sameiginlegan ós á Héraðssandi.

Jökulsá á Dal er virkjuð með Kárahnjúkavirkjun. Eftir að virkjunin tók til starfa fer megnið af jökulvatni árinnar um jarðgöng til Fljótsdals og skilar sér til sjávar um Lagarfljót. Neðan Kárahnjúkastíflu er Jökulsá því tær bergvatnsá mestan hluta árs en hún getur þó breyst í ólgandi jökulá þegar uppistöðulónið (Hálslón) er fullt og vatn fossar um yfirföll stíflunnar.