Kínalykill | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Primula sikkimensis
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Primula sikkimensis Hook. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Primula sikkimensis subsp. pseudosikkimensis (Forrest) W.W. Sm. & Forrest |
Kínalykill (fræðiheiti Primula sikkimensis) er blóm af ættkvísl lykla sem var lýst af William Jackson Hooker.
Kínalykill er einn af stærstu lyklunum, með blómstöngla að 90 sm. Blöðin eru öfugegglaga til oddbaugótt, oft glansandi og hrukkótt, dökkgræn, blaðleggurinn styttri en blaðkan. Blómin eru í einum eða tvem sveipum með 20 eða fleiri drjúpandi blóm á 10 sm. löngum, grönnum blómleggjum. Bjöllulaga blómin eru brennisteinsgul, rjómagul eða sjaldan beinhvít með sætan ilm.[1]
Kínalykill vex í Himalajafjöllum; í Arunachal Pradesh, Sikkim og vestur Bengal, í 3000-4400 m. h. y. sjávarmáli. Þar vex hann í rökum jarðvegi og við árbakka.[2]
Hefur reynst vel hérlendis.[1]