Kabukiheilkenni er sjúkdómur hjá börnum sem lýsir sér í ónæmisbælingu og greindarskerðingu. Kabukiheilkenni er sjaldgæft eða um eitt af 32.000 fæðingum. Heilkenningu var uppgötvað og lýst árið 1981 af tveimur japönskum rannsóknarhópum. Einkennið er talið stafa af stökkbreytingu í geni sem hefur áhrif á virkni margra litninga. Orðið kabuki er komið frá förðun japanskra leikara en andlitsdrættir þeirra sem þjást af heilkenninu þykja líkjast því.