Kalush | |
---|---|
Upplýsingar | |
Önnur nöfn | Kalush Orchestra |
Uppruni | Úkraína |
Ár | 2019–núverandi |
Stefnur | |
Útgáfufyrirtæki | |
Meðlimir |
Kalush Orchestra
|
Fyrri meðlimir | MC KylymMen |
Kalush er úkraínskur hipphopp hópur stofnaður árið 2019. Hann samanstendur af rapparanum Oleh Psiuk, hljóðfæraleikaranum Ihor Didentsjuk og plötusnúðnum DJ MC KylymMen. Didentsjuk er einnig meðlimur raf-þjóðlaga hljómsveitarinnar Go_A. Hópurinn dregur nafnið sitt af Kalusj, heimabæ Oleh Psiuk.
Kalush sér einnig um hliðarverkefnið Kalush Orchestra ásamt þjóðlagalistamönnunum Tymofij Muzytsjuk og Vitalij Duzjyk. Kalush Orchestra keppti fyrir hönd Úkraínu í Eurovision 2022 með laginu „Stefania“. Hópurinn sigraði með 631 stig og setti hann met í að fá úr stigagjöf símakosningar, eða um 93,8% atkvæða.
Kalush var ekki upprunalegi sigurvegari Vidbir, undankeppni Eurovision í Úkraínu. Planað var að Alina Pash myndi keppa með laginu „Shadows of Forgotten Ancestors“ en ákvað hún að draga sig úr keppni eftir fyrri ferðalög til Krímskaga.