Kirtilbjörk

Kirtilbjörk

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Birki (Betula)
Undirættkvísl: Chamaebetula
Tegund:
B. glandulosa

Tvínefni
Betula glandulosa
Michx.

Kirtilbjörk eða hlíðadrapi (fræðiheiti: Betula glandulosa) er tegund af birkiætt[1] ættuð frá Norður-Ameríku, sem vex í heimskauta og kaldtempruðu loftslagi frá Alaska austur til Nýfundnalands og suður-Grænlandi, og suður eftir upp í fjöllum í norður Kalifornía, Colorado, og Black Hills í Suður-Dakóta í vestri,[2] og staðbundið suður til New York í austri. Á heimskautasvæðum vex hún niður að sjávarmáli, en í suðurhluta vaxtarsvæðisins vex hún upp í 3400 m hæð.

Kirtilbjörk er margstofna runni, yfirleitt um 1 til 3 m hár, oft í þéttum breiðum. Stofnarnir eru grannir, sjaldan yfir 5 til 10 sm gildir, með sléttum, dökkbrúnum berki. Blöðin eru nær kringlótt til egglaga, 0.5 – 3 sm löng og 1 - 2.5 sm breið, með tenntum jaðri. Kvenreklarnir eru uppréttir, 1 - 2.5 sm langir og 5 – 12 mm breiðir.

Hún er náskyld fjalldrapa (Betula nana), og er stundum talið undirtegund hans, sem B. nana subsp. glandulosa. Það sem aðgreinir það helst frá fjalldrapa eru kirtilvörtur á sprotunum og lengri blaðstilkar. Það blandast öðrum birkitegundum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. WCSP: World Checklist of Selected Plant Families
  2. "Betula glandulosa". County-level distribution map from the North American Plant Atlas (NAPA). Biota of North America Program (BONAP).

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.