Stofnár: | 2013 |
Ritstjóri: | Þórður Snær Júlíusson |
Útgáfuform: | Vefmiðill |
Dreifing/upplag/áhorfendafjöldi: | 10.000 skráðra appa |
Útgefandi: | Kjarninn miðlar ehf. |
Útgáfustaður: | Reykjavík, Ísland |
Vefsíða |
Kjarninn var íslenskur vefmiðill. Upphaflega kom Kjarninn út sem stafrænt fréttatímarit sem kom út fyrir snjalltæki og á vefnum á fimmtudögum. Einkahlutafélagið Kjarninn miðlar ehf. reka Kjarnann út og ritstjóri er Þórður Snær Júlíusson. Kjarninn var fyrsti íslenski fjölmiðillinn sem sérstaklega er hannaður fyrir spjaldtölvur.[1] Hlaðvarp miðilsins heitir Hlaðvarp Kjarnans og kemur út á vefnum.
Kjarninn kom fyrst út 22. ágúst 2013 og kom út vikulega þar til 2. október 2014 þegar útgáfan var færð alfarið á vefinn. Ritstjórnarstefna Kjarnans byggist á sjálfstæðum fréttaflutning, gagnrýni og skemmtilegheit, að því er stendur í opinberri ritstjórnarstefnu miðilsins.[2] Kjarninn er frímiðill og byggir tekjur sínar á auglýsingum og styrkjum frá almenningi. Efnistökin eru ekki háð sérsviðum heldur ráðast af „því sem skiptir máli“.[3]
Í desember 2022 samdi Kjarninn um samruna við Stundina í nýjan fjölmiðil.[4] Miðlarnir mynduðu saman fréttamiðilinn Heimildina, sem hóf útgáfu þann 13. janúar 2023.[5]
Eigendur Kjarnans eru HG80 ehf., í eigu Hjálmars Gíslasonar (16,55%), Miðeind ehf., í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar (15,98%), Magnús Halldórsson (13,79%), Þórður Snær Júlíusson (12,20%), Birna Anna Björnsdóttir (9,39%), Hjalti Harðarson (9,25%), Milo ehf., í eigu Gumma Hafsteinssonar og Eddu Hafsteinsdóttur, (5,69%), Fagriskógur ehf. í eigu Stefáns Hrafnkelssonar (5,69%), Ágúst Ólafur Ágústsson (5,69%), Birgir Þór Harðason (2,9%) og Jónas Reynir Gunnarsson (2,9%).[6]