Kujataa er landbúnaðarsvæði syðst á Grænlandi.[1] Þetta svæði er elsta dæmið um landbúnað í kuldabelti norðurslóða og elsta heimildin um fornnorræna menningu fyrir utan Evrópu.[1] Hið einstaka samspil búskapar og veiðiskapar á sjávardýrum á svæðinu frá 10. til 15. aldar og síðar frá 18. öld fram till dagsins í dag var meginástæðan fyrir því að það var tekið í heimsminjaskrá UNESCO árið 2017.
Kujataa svæðið nær frá Nunap Isua í suðri til Nunarsuit-eyju sem er um það bil 250 kílómetra til norðurs.[2] Það eru 5 svæði sem eru talin hluti af þessari heimsminjaskrá. Sjá kort af svæðinum fimm hér [1]:
• Qassiarsuk, þar sem talið er að Brattahlíð, bær Eriks rauða, hafi verið og þar er (hugsanlega) fyrsta kristna kirkjan í Ameríku.[3] Svæðið afmarkast í norðri af 1267 metra háu Ulunnguarsuaq fjallinu og í suðri af hálendissvæðinu Qaqqarsuatsiaq
• Igaliku: þar er talið að Garðar, aðsetur biskups á Grænlandi norrænna manna, hafi verið. Miklar minjar frá norrænum tíma[3] Fyrir norðan byggðina eru fjöllin Illerfissalik og Tallorutit.
• Sissarluttoq: sem sennilega hefur heitið í Dölum eða Dalir á tímum norrænna manna samkvæmt lýsingu Ívars Bárðarsonar. [2] Þetta er minsta svæðið í þessari heimsminjaskrá en þar eru rústir af stóru norrænu höfuðból og þar eru um 50 húsatóftir. Þar hafa engar rannsóknir fornleifafræðinga verið gerðar enn.[ [3]]
• Tasikuluulik það er hluti af Vatnahverfi: þar er meðal annars lengsti sveitavegur Grænlands, sem tengir saman mörg fjárbú Grænlendinga. Vatnahverfi er best rannsakað fornleifafræðilega og uppgröftur hófst þegar um miðja 19. öld. Á því svæði sem telst innan heimsminjaskráarinnar hafa ekki fundist neinar minjar um Inúíta frá norrænum tíma, en 19 norrænar hafa verið rannsakaðar.[3]
• Qaqortukulooq, það er sennilegast Hvalsey: þar eru meðal annars 11 norrænar rústir og 2 frá inúítum, þar á meðal best varðveittu norrænu rústinar á Grænlandi. Á Hvalsey eru góð beitilönd en ekki vel hæft fyrir heyskap enda undirlendi fremur lítið, mest löng og mjó landræma milli fjalls og fjöru. Fjölda rústa er að finna í Hvalseyjarfirði og hafa 14 hús verið á heimabænum. Er kirkjan í sérflokki enda eftir atvikum mjög vel varðveitt, hlaðin úr sérvöldu grjóti og standa veggirnir enn. [3] Síðasta ritaða heimildin um Evrópubúa á Grænlandi segir frá því að þau Þorsteinn Ólafsson [Þorsteinn Ólafsson (lögmaður)] og Sigríður Björnsdóttir giftust í Hvalseyjarkirkju 16. september 1408.[4] Þegar Anders Olsen og kona hans Tuperna hófu búskap á Hvalsey árið 1783 hófst nútíma landbúnaður á Grænlandi.
Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða var ekkert fólk á Suður-Grænlandi þegar norrænir menn numu þar land um ár 985. Þar segir: „Þeir fundu þar manna vistir bæði austr ok vestr á landi ok keiplabrot ok steinsmíði þat, er af því má skilja, at þar hafði þess konar þjóð farit, er Vínland hefir byggt ok Grænlendingar kalla Skrælingja[5].“
Elstu fornleifar frá Kujataa sem fundist hafa eru frá um það bil 2500 f.Kr., voru þar sennilega á ferð fólk sem tilheyrði Saqqaq menningasvæðinu. Þeir hurfu af svæðinu um 800 f.Kr. Dorset menningin sem við tók virðist hafa horfið frá Grænlandi nema allra nyrst um ár 1000. [3]
Á 10. öld fóru norrænir menn að nema land í Suður-Grænlandi, undir forystu Eriks rauða. Þeir settust að við innfirði þar sem hentaði fyrir norræn landbúnað Eystribyggð. Í lok 15.aldar voru norrænu Grænlendingarnir horfnir á braut og engin landbúnaður stundaður næstu aldirnar, þar til um 1780, þegar inúítakonan, Tuperna, og norskur eiginmaður hennar, Anders Olsen, hófu búskap.