Kujataa

Kujataa er landbúnaðarsvæði syðst á Grænlandi.[1] Þetta svæði er elsta dæmið um landbúnað í kuldabelti norðurslóða og elsta heimildin um fornnorræna menningu fyrir utan Evrópu.[1] Hið einstaka samspil búskapar og veiðiskapar á sjávardýrum á svæðinu frá 10. til 15. aldar og síðar frá 18. öld fram till dagsins í dag var meginástæðan fyrir því að það var tekið í heimsminjaskrá UNESCO árið 2017.

Svæði Kujataa

[breyta | breyta frumkóða]
Loftmynd af sveitinni í Qassiarsuk við Tunulliarfik fjörðinn
Loftmynd af sveitinni í Qassiarsuk við Tunulliarfik fjörðinn

Kujataa svæðið nær frá Nunap Isua í suðri til Nunarsuit-eyju sem er um það bil 250 kílómetra til norðurs.[2] Það eru 5 svæði sem eru talin hluti af þessari heimsminjaskrá. Sjá kort af svæðinum fimm hér [1]:

Qassiarsuk, þar sem talið er að Brattahlíð, bær Eriks rauða, hafi verið og þar er (hugsanlega) fyrsta kristna kirkjan í Ameríku.[3] Svæðið afmarkast í norðri af 1267 metra háu Ulunnguarsuaq fjallinu og í suðri af hálendissvæðinu Qaqqarsuatsiaq

Nicolaj Egede og fjölskylda hans í heyskap í Igaliku 1926
Nicolaj Egede og fjölskylda hans í heyskap í Igaliku 1926

Igaliku: þar er talið að Garðar, aðsetur biskups á Grænlandi norrænna manna, hafi verið. Miklar minjar frá norrænum tíma[3] Fyrir norðan byggðina eru fjöllin Illerfissalik og Tallorutit.

• Sissarluttoq: sem sennilega hefur heitið í Dölum eða Dalir á tímum norrænna manna samkvæmt lýsingu Ívars Bárðarsonar. [2] Þetta er minsta svæðið í þessari heimsminjaskrá en þar eru rústir af stóru norrænu höfuðból og þar eru um 50 húsatóftir. Þar hafa engar rannsóknir fornleifafræðinga verið gerðar enn.[ [3]]

• Tasikuluulik það er hluti af Vatnahverfi: þar er meðal annars lengsti sveitavegur Grænlands, sem tengir saman mörg fjárbú Grænlendinga. Vatnahverfi er best rannsakað fornleifafræðilega og uppgröftur hófst þegar um miðja 19. öld. Á því svæði sem telst innan heimsminjaskráarinnar hafa ekki fundist neinar minjar um Inúíta frá norrænum tíma, en 19 norrænar hafa verið rannsakaðar.[3]

• Qaqortukulooq, það er sennilegast Hvalsey: þar eru meðal annars 11 norrænar rústir og 2 frá inúítum, þar á meðal best varðveittu norrænu rústinar á Grænlandi. Á Hvalsey eru góð beitilönd en ekki vel hæft fyrir heyskap enda undirlendi fremur lítið, mest löng og mjó landræma milli fjalls og fjöru. Fjölda rústa er að finna í Hvalseyjarfirði og hafa 14 hús verið á heimabænum. Er kirkjan í sérflokki enda eftir atvikum mjög vel varðveitt, hlaðin úr sérvöldu grjóti og standa veggirnir enn. [3] Síðasta ritaða heimildin um Evrópubúa á Grænlandi segir frá því að þau Þorsteinn Ólafsson [Þorsteinn Ólafsson (lögmaður)] og Sigríður Björnsdóttir giftust í Hvalseyjarkirkju 16. september 1408.[4] Þegar Anders Olsen og kona hans Tuperna hófu búskap á Hvalsey árið 1783 hófst nútíma landbúnaður á Grænlandi.

Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða var ekkert fólk á Suður-Grænlandi þegar norrænir menn numu þar land um ár 985. Þar segir: „Þeir fundu þar manna vistir bæði austr ok vestr á landi ok keiplabrot ok steinsmíði þat, er af því má skilja, at þar hafði þess konar þjóð farit, er Vínland hefir byggt ok Grænlendingar kalla Skrælingja[5].“

Elstu fornleifar frá Kujataa sem fundist hafa eru frá um það bil 2500 f.Kr., voru þar sennilega á ferð fólk sem tilheyrði Saqqaq menningasvæðinu. Þeir hurfu af svæðinu um 800 f.Kr. Dorset menningin sem við tók virðist hafa horfið frá Grænlandi nema allra nyrst um ár 1000. [3]

Á 10. öld fóru norrænir menn að nema land í Suður-Grænlandi, undir forystu Eriks rauða. Þeir settust að við innfirði þar sem hentaði fyrir norræn landbúnað Eystribyggð. Í lok 15.aldar voru norrænu Grænlendingarnir horfnir á braut og engin landbúnaður stundaður næstu aldirnar, þar til um 1780, þegar inúítakonan, Tuperna, og norskur eiginmaður hennar, Anders Olsen, hófu búskap.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 UNESCO World Heritage Centre. „Kujataa Greenland: Norse and Inuit Farming at the Edge of the Ice Cap“. UNESCO World Heritage Centre. United Nations Educational, Scientific, and Cultural Organization. Sótt 9 ágúst 2018.
  2. Orri Vésteinsson (janúar 2016). „Nomination to UNESCO's World Heritage List -- Kujataa: a subarctic farming landscape in Greenland“ (PDF). The Greenlandic Ministry of Education,Culture, Research and Church. Afrit af upprunalegu geymt þann 14 október 2024. Sótt 26 janúar 2025.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 3,5 Kujataa Greenland: Norse and Inuit Farming at the Edge of the Ice Cap -- (Denmark) No 1536 (Report). International Council on Monuments and Sites. 27 janúar 2016. Sótt 26 janúar 2025.
  4. Á.Ó. (17. júní 1956.). „Hrakningar til Grænlands og þrjár hjúskaparsögur“. Lesbók Morgunblaðsins,.
  5. Ari fróði Þorgilsson; Umsjón Guðni Jónsson (1122–1133). Íslendingabók. Heimskringla.no.