Kálfluga (fræðiheiti: Delia radicum) er tvívængja af blómsturflugnaætt og er skaðvaldur við grænmetisræktun, m.a. á Íslandi. Naga lirfur hennar rætur og rótarháls káltegunda. Rannsóknir hafa sýnt að uppskerutap af völdum kálflugunnar er háð hitastigi sumarsins á undan. Tegundir af jötunuxaætt: af ættkvíslinni Aleochara, eru taldar nýtast sem lífræn vörn gegn kálflugu.[3]