Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Mertensia ciliata (James ex Torr.) G. Don | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Pulmonaria ciliata James ex Torr. |
Kögurblálilja (fræðiheiti: Mertensia ciliata[1]) er fjölær jurt sem er ættuð frá vesturhluta Bandaríkjanna. Hún verður 50 til 100 sm há. Blöðin lensu- til egglaga með oddi og stundum lítið eitt hærð. Blómin eru lítil, blá og bjöllulaga, og ilmandi.[2] Hún hefur verið nokkuð notuð sem garðplanta á Íslandi. Hún mun vera nýtanleg hrá til matar á meðan blöð, blóm og stönglar eru nýsprottin,[3] en er á líður þarf að elda þau áður en að er neytt.[4]