Lafði Lokkaprúð (enska: Lady Lovely Locks and the Pixietails) var bandarísk teiknimyndasería sýnd í íslensku sjónvarpi við lok 9. áratugarins. Leikföng voru seinna framleidd eftir teikmyndunum sem nutu töluverða vinsælda víðsvegar um heiminn. Aðalðersóna sögunnar var upprunarlega sköpuð og framleidd af bandaríska kveðjukorta fyrirtækinu American Greeting, en sama fyrirtæki skapaði einnig hina margfrægu Kærleiksbirni. Aðeins 20 þættir voru framleiddir. Á 9. og 10. áratugnum varð það algengt að teiknimyndaseríur væru skapaðar samhliða leikföngum af persónum teiknmyndana, þetta þótti góð markaðsbrella sem á sama tíma gaf leikföngum líf og söguheim á sjónvarpskjánum fyrir börn. Þessi markaðsetning er enn notuð í dag.