Svend Lauge Koch (1892 – 1964) var danskur jarðfræðingur og heimskautakönnuður.
Hann er þekktastur fyrir leiðangur sinn norður fyrir Grænland á árunum 1920 til 1923 þar sem hann meðal annars varð fyrstur manna til að stíga fæti sínum á og rannsaka eyjuna Eyja kaffiklúbbsins sem í dag er talinn vera nyrsta fastaland jarðar.
Þessi leiðangur sem hann fór ásamt þremur grænlendingum, var erfið 200 daga sleðaferð meðfram norðurströnd Grænlands. Afrakstur þessa leiðangurs var meðal annars Atlas af Norður-Grænlandi alls 24 kort í mælikvarða 1:300.000.