Klapparlilja | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Lilium longiflorum Thunb. |
Klapparlilja (fræðiheiti: Lilium longiflorum) (Japanese: テッポウユリ, Teppouyuri), er upprunnin frá Ryukyueyjum (Japan). Lilium formosana, náskyld tegund frá Taiwan, var áður talin afbrigði af henni. Hún myndar stöngulrætur og verður um 1 m há. Blómin eru lúðurlaga, hvít og ilmandi.
Plönturnar verða frá um 50 sm til 1 m háar. Þær hafa löng lensulaga blöð, stakstæð. Blómgun er frá apríl til júní, og blómin hreinhvít á toppi stöngulsins. Stöngullinn er sívalur, með ummál um 5 sm.
Afbrigði tegundarinnar, L. longiflorum var. eximium, er hærra og kröftugra. Það er mikið ræktað til afskurðar blóma. Það hefur óreglulegan blómgunartíma í náttúrunni, og þetta er notað í ræktun, það gerir mögulegt að drífa hana til blómgunar á mismunandi tímum, svo sem á Páskum. Þetta afbrigði er stundum kallað Bermuda lily vegna þess að það er mikið ræktað í Bermúda til útflutnings.