Í England og Wales eru 13 svæði sem skilgreind eru sem þjóðgarðar. Hver er með sína eigin þjóðgarðsstjórn og lýtur stjórn frá viðkomandi nærsvæði. Þjóðgarðar voru fyrst skipulagðir með National Parks and Access to the Countryside Act árið 1949 en þá hafði verið löng barátta almennings um aðgang að sveita og náttúrusvæðum sem átti rætur til iðnbyltingar. Í enskum þjóðgörðum á ríkið ekki allt land og það geta verið landeigendur innan þeirra. Peak District-þjóðgarðurinn var fyrst útnefndur þjóðgarður árið 1951. Sama ár fylgdu þrír aðrir og undir lok 6. áratugarins sex í viðbót. Alls þekja þrettán núverandi þjóðgarðar tæpa 17.000 ferkílómetra og eru um 10% alls landsvæðis á Englandi og 20% af landsvæði Wales.
| |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Svæði sérstakrar náttúrufegurðar (Bretland)
Fyrirmynd greinarinnar var „List of national parks of England and Wales“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. feb. 2017.