Maipohérað er eitt af sex héruðum í Santiago borgarsvæðinu í miðju Síle. Höfuðborgin er San Bernardo.
Maipohérað er stjórnsýsludeild á öðru stigi í Síle, stjórnað af héraðsfulltrúa sem er skipaður af forsetanum.
Svæðið er 1.120.5 km² að stærð, sem gerir það að næst minnsta héraði í Santiagoborgarsvæðinu. Samkvæmt manntali ársins 2002 var Maipo þriðja fjölmennasta héraðið með 378.444 íbúa. Á þeim tíma bjuggu 336.198 í þéttbýli, 42.246 í dreifbýli; karlar 187.789 og konur 190.655.
Héraðið samanstendur af fjórum sveitarfélögum (spænska: comunas), sem er stjórnað af bæjarstjóra og sveitarstjórn:
Maipodalur er vínræktarsvæðið sem er næst í Santiago, höfuðborgar Síle. Það teygir sig austur frá borginni til Andesfjallanna,vestur til strandarinnar og teygir sér suður í átt að bæjum Padre Hurtado, Peñaflor, Talagante, Isla de Maipo og Melipilla.
Í dalnum eru yfir 3000 hektara lagðir undir vínrækt og þar af er meira en helmingur þeirra fyrir Cabernet Sauvignon. Á svæðinu hefur verið ræktaður vínviður í 150 ár og það er upphafssvæði og megin svæði fyrir vínrætar í Síle.
Maipodalnum má skipta í þrjú svæði: Alto Maipo, Mið- Maipo og Kyrrahafs Maipo.
Alto Maipo svæðið er í fjallsrótum Andesfjalla sem þarna rísa úr 400 m hæð og upp í 800 m sem hefur mikil áhrif á veðurfarið. Fjöllin gera svæðið sérstaklega gott fyrir vínrækt vegna rakans breytilegs á hitastigis milli dags og nætur. Þetta er vegna þess að sólin verður fyrst að rísa yfir argentínsku hlið Andesfjöllanna áður en hún nær vesturhluta Síle, sem skapar kalda morgna og síðan sólríkt og heitt síðdegi á vesturhliðinni. Veðurfarið, rýr og grýttur jarðvegur , gerir það að verkum að framleiðslan verður sterk og góð einkenni Cabernet Sauvignon.[1]
Svæðið í kringum Maipofljót er eitt elsta vínframleiðslusvæði í Síle og var fyrsti hluti Maipo-dalsins sem byggðist. Cabernet Sauvignon er ríkjandi í framleiðslunni, en svæðið hefur einnig byrjað að framleiða Carmenere vín. Mið-Maipo er hlýjasta og þurrasta af þremur svæðum Maipodals, með grýttum jarðvegi og minni rigningu en Alto Maipo og Kyrrahafs Maipo, sem skapar þörf fyrir dreypiáveitu. Vínekrur eru oft meðfram Maipo ánni á svæði sem er þekkt fyrir jarðveginn.
Kyrrahafs Maipo er yngsta vínframleiðslusvæðið í Maipo dalnum og tiltölulega fáar vínekrur í nágrenni Maipo árinnar. Vínber sem ræktuð eru á þessu svæði njóta góðs af strandáhrifum Kyrrahafsins og einnig jarðveginum á svæðinu. Rauðvín frá Pacific Maipo hafa hressandi, náttúrulega sýru vegna áhrifa hafsins. Vínekrur á þessu svæði eru oft á smáum, lágum hæðum sem rísa á milli Andes og Strandssvæðisins þannig að þær eru verndaðir gegn vindum sem koma frá ströndinni.[2] Vegna áhrifa á ströndinni er Kyrrahafssvæðið einnig gott fyrir hvívínsframleiðslu og þá helst Sauvignon Blanc.[2]
Cabernet Sauvignon: 6.433 hektarar (15897 hektarar) | Merlot: 1.103 hektarar (2726 hektarar) | Carmenère: 810 hektarar (2002 hektarar) |
Syrah: 975 hektarar (2409 hektarar) | Sauvignon Blanc: 694 hektarar (1715 hektarar) | Chardonnay: 1.056 hektarar (2609 hektarar) |
Pinot Noir: 129 hektarar (319 hektarar) | Malbec / Cot: 80 hektarar (198 hektarar) | Cabernet Franc: 259 hektarar (640 hektarar) |