Max Keiser (f. 23. janúar 1960) er kvikmyndagerðarmaður, útvarpsmaður og fyrrum verðbréfasali. Hann stjórnar sjónvarpsþættinum On the Edge á fréttastöðinni Press TV og fjármálafréttaþættinum Keiser Report á Russia Today. Einnig skrifar hann í Huffington Post.