Meistaraþjófur

Arsène Lupin

Meistaraþjófur er staðalpersóna í skáldskap. Meistaraþjófurinn er andhetja, yfirstéttarmaður eða -kona sem leiðist stundum út á glæpabrautina af leiðindum. Meistaraþjófurinn beitir óaðfinnanlegri framkomu, kurteisi, persónutöfrum, dulargervum og brögðum til að fremja rán; ekki til að auðgast sjálfur, heldur vegna spennunnar og áskorunarinnar sem felst í ráninu. Oft felst í því einhvers konar umvöndun eða ráðning gagnvart fórnarlambinu.

Frægir meistaraþjófar eru meðal annars A. J. Raffles (innblásinn af Sherlock Holmes) í sögum E. W. Hornung, Arsène Lupin úr sögum Maurice Leblanc, Simon Templar úr sögum Leslie Charteris, og Svarta kisa úr sögum um Kóngulóarmanninn.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.