Microsoft Dynamics AX

Microsoft Dynamics AX er ein af viðskiptalausnum Microsoft og hluti af Dynamics-hugbúnaðarlausnunum.

Microsoft Dynamics AX var upphaflega þróað sem samstarfsverkefni IBM og Damgaard sem IBM Axapta. Samstarfið endaði skömmu eftir að útgáfa 1.5 kom út árið 2000 og afsalaði IBM sér öllum réttindum til Damgaard. Skömmu síðar sameinaðist Damgaard og Navision A/S og hét sameinað fyrirtæki fyrst NavisionDamgaard, síðan breyttist nafnið aftur í Navision A/S og loks var félagið keypt af Microsoft sumarið 2002. Fyrsta útgáfa Axapta var gefin út í Danmörku og Bandaríkjunum árið 1998. Í dag er hugbúnaðurinn í boði í flestum löndum heims og styður yfir 45 tungumál.

Þróunarumhverfi Axapta var í IDE og MorphX umhverfinu þangað til nýjasta útgáfan Dynamics AX 2012 var kynnt. Þróunin fór fram í notendaviðmóti kerfisins þannig að forritarinn gat þróað og aðlagað kerfið hvar sem var í viðmótinu. Forritunarmál kerfisins er X++, en frá og með nýjustu útgáfunni fer þróunin fram í Visual Studio 2010 umhverfinu frá Microsoft og verður forritari að hafa aðgang að því ef ætlunin er að þróa kerfið áfram.

Í september 2011 kynnti Microsoft nýju útgáfu Axapta undir nafninu AX 2012.

Forritunarmiðstöð Microsoft MDCC

[breyta | breyta frumkóða]

Microsoft Development Center Copenhagen var lengst aðal starfsstöð Microsoft þar sem þróun kerfisins fór fram. Hluti þróunarinnar hefur þó flust til annara staða eins og borganna Redmond og Fargo í Bandaríkjunum. MDCC er staðsett í borginni Vedbæk í Danmörku og þar er einnig þróun á systurkerfi AX, Microsoft Dynamics NAV og nokkur önnur önnur Microsoft Dynamics kerfi. Hjá MDCC starfa um 900 manns frá 40 þjóðlöndum. Flestir starfsmenn eru frá Svíþjóð, Danmörku, Póllandi, Úkrainu, Karachi í Pakistan og Rúmeníu.

Fyrstu útgáfurnar heita Axapta (útg. 1.0 til 3.0), nýrri útgáfur heita Dynamics AX (útg. 3.0 SP6 til AX 2012).

Þróun Axapta hófst árið 1983 í danska fyrirtækinu Damgaard Data A/S. Evrópumarkaður var aðal markaður kerfisins, en í kjölfar útg. 2.1 árið 2000 stækkaði markaðshlutdeild í Bandaríkjunum mjög hratt.

Útg. Dags. Lýsing
Axapta 1.0 Mars 1998 Fyrsta útgáfa Axapta markaðssett í Danmörku og Bandaríkjunum. Kerfið studdi bæði Microsoft SQL Server og Oracle gagnagrunnana. Kerfishlutar voru fyrst: Fjárhagskerfi, sölukerfi, innkaupakerfi, birgðakerfi og framleiðslukerfi.
Axapta 1.5 Nóvember 1998 Viðamikil uppfærsla Axapta var markaðssett í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi, Austurríki, Sviss, Belgíu og Spáni til viðbótar við Danmörku og Bandaríkin.
Axapta 2.0 Júlí 1999 Þriðja útgáfa kerfisins. Nýjir kerfishlutar voru kynntir: Verkbókhald, vörustjórnunarkerfi, OLAP tenging, Active X stuðningur, COM tenging ásamt Axapta Object Server sem sá um gagnaumsjón milli kerfisins og notenda með því að hýsa gögn á aðgreindum netþjónum.
Axapta 2.1 Janúar 2000 Þessi útgáfa var aðlögun frá útg. 2.0 fyrir Þýskaland, Austurríki, Sviss og Spán og var fjórða stóra útgáfan sem Damgaard réðst í. Nýjungar í kerfinu var vefgátt sem fékk nafnið Customer Self-Service (CSS), en heitir í dag Enterprise Portal. Með vefviðmóti var hægt að opna fyrir takmarkaðan aðgang að Axapta fyrir viðskiptavini eða opna vefverslun sem nýtti sér verð og birgðarstöðu úr Axapta. Þriðja þjónustuuppfærsla útgáfunnar (Service Pack 3 - SP3) var stigið lokaskrefið í að aðskilja þrjá megin kerfishlutana: Notendaviðmót, gagnaumsýslu og kerfið sjálft með því að taka í notkun Axapta Object Server (AOS) sem sá um að miðla samskiptum milli kerfishluta, notenda og gagnagrunns.
[breyta | breyta frumkóða]

Í kjölfar sameiningar Damgaard og Navision, sem bæði voru dönsk fyrirtæki voru gefnar út tvær útgáfur sem hétu Navision Damgaard Axapta.

Útg. Dags. Lýsing
Axapta 2.5 Desember 200 Fimmtu útgáfu Axapta fylgdi fullbúið þróunarumhverfi fyrir vefviðmót kerfisins, stórar breytingar voru gerðar á verkbókhaldshlutanum, sérstakur kerfishluti fyrir bankareikninga og samskipti var kynntur og OLAP teningar voru endurbættar. Útgáfan var fyrst markaðsett í Danmörku, Austurríki og Bretlandi.
Axapta 2.5 Market pack Október 2001 Market pack viðbótin við útgáfu 2.5 var kynnt í Frakklandi og Ítalíu. Viðskiptastjórnunarkerfi (Customer Relationship Management System) var bætt við fyrri útgáfu en auk þess var vefviðmót bætt og sérstök vefverslunareining var í boði, verkbókhaldið var einnig endurbætt og virkni þess var útvíkkuð enn frekar.

Microsoft keypti Navision Damgaard sumarið 2002. Navision Damgaard Axapta var fyrst endurskýrt sem Microsoft Business Solutions Axapta (MBS Axapta), en síðar fékk það nafnið Microsoft Dynamics AX frá útg. 3.0 SP6, 4.0, 2009 og 2012.

Útg. Dags. Lýsing
Axapta 3.0 Oct 2002 Sjötta útgáfa Axapta innihélt Enterprise Portal fyrir vefviðmót, aðlögun fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki, endurbætta notendastýringu og öryggi sem og nýtt áætlunarkerfi fyrir fjárhag, sölu og innkaup.
Dynamics AX 4.0 Mars 2006 Sjöunda útgáfa Axapta var með mikið endurbættu notendaviðmóti. Aðlögun að öðrum Microsoft forritum og tækni sem Microsoft þróar varð mun meiri en í fyrri útgáfum. AOS þjónustan varð að sjálfstæðri þjónustu innan Windows Server stýrikerfisins og tenging við .NET þróunarumhverfið var orðin að veruleika, því var ekki nauðsynlegt lengur að vera með sérstaka þekkingu á IDE og MorphX umhverfinu og X++ forritunarmálinu sem Axapta var skrifað í, heldur var nægjanlegt að þekkja .NET umhverfið til að geta þróað og aðlagað Dynamics AX. Tekinn var upp stuðningur við XML skeytastaðalinn, með því var hægt að eiga samskipti við kerfið frá öðrum aðskildum kerfum og öfugt. Fullur stuðningur við Unicode stafasettið var í boði, með því var hægt að skrifa sérstaka stafi og tákn utan enska stafasettsins í kerfinu sjálfu án þess að það hafði nein áhrif á vinnslu þess. Einnig var nýtt þjónustukerfi í útgáfunni sem ætlað var þjónustufyrirtækjum eins og verkstæðum þar sem ekki hentaði að vinna í verkbókhaldi eingöngu. Þjónustukerfið sameinaði verkbókhald og birgðarbókhald í einu viðmóti og hafði mikla möguleika á rakningu og eftirfylgni þeirra hluta sem komu í þjónustueftirlit og viðgerðir.
Dynamics AX 2009 Júní 2000 Upprunalega útgáfan heitir AX 4.1, seinna fékk útgáfan nafnið AX 5.0, og loks AX 2009. Þessi útgáfa er sú áttunda í röðinni frá upphafi og mesta breytingin var algjör umturnun á notendaviðmóti. Kerfið svipaði margt til notendaviðmóts sem fyrst var kynnt í Office 2007. Með þessari útgáfu var hægt að setja upp reglur og ferla varðandi þau gögn sem skrá þurfti í kerfið, þannig að notendur voru aðvaraðir ef því var ekki fylgt eða eitthvað vantaði og gildir einu hvort unnið er í notendaviðmóti eða vefviðmóti í gegnum Enterprise Portal. Stuðningur við mismunandi tímasvæði var til staðar, en með slíkum stuðningi var bæði dagsetning og klukka skráð í kerfið sem staðartími hvers staðar sem og rauntími þess sem gögnin skoðar seinna, slíkt auðveldaði mjög vinnu starfsmanna í sama gagnagrunninum sem ekki voru á sama tímabeltinu. Einnig var stuðningur við Visual Studio þróunarumhverfið aukinn og komu nýjar kerfiseiningar í umhverfið til þróunar á Enterprise Portal vefgáttinni.
Dynamics AX 2012 Ágúst 2009 Þekkt sem AX 6 á þróunartímanum, AX 2012 var útgefið í ágúst 2011. Það innihélt enn eina breytinguna á notendaviðmótinu, einnig voru gerðar vibætur á kerfiseiningum og þróunarumhverfi. Stærstu breytingarnar í kerfinu voru sérstakar aðlaganir að mismunandi iðnaði eins og t.d. framleiðslu, þjónustu og opinbera geiranum. Útgáfan studdist við SharePoint 2010 vegna Enterprise Portal kerfishlutans, Visual Studio 2010 og SQL Server 2008 R2.
Dynamics AX 2012 Feature Pack Febrúar 2012 Stuttu eftir að AX 2012 er opinberað verður bætt við kerfishluta verslanir með sérstöku notendaviðmóti fyrir búaðarkassa.
Dynamics AX 2012 R2 4 ársfj. 2012 Kynnt var væntanleg útgáfa á Convergence 2012 ráðstefnunni, AX 2012 R2 er ætlað að styðja við Microsoft SQL Server 2012.

Kerfishlutar (Modules)

[breyta | breyta frumkóða]

-í vinnslu-

Microsoft Dynamics AX er byggt upp á fjórum stoðum:

  • Gagnagrunnsþjónn: Netþjónn sem hýsir gagnagrunn kerfisins.
  • Skráarþjónn: Hýsir kerfiseiningar Microsoft Dynamics AX.
  • Application Object Server(s) (AOS): Þjónusta sem sér um samskipti milli notenda, skráarþjón og gagnagrunns.
  • Notendaviðmót: Forrit sem miðla upplýsingum til notenda.

MorphX og X++

[breyta | breyta frumkóða]

--í vinnslu--

Dæmi um forritskóða

[breyta | breyta frumkóða]

--í vinnslu--

--í vinnslu--

--í vinnslu--

--í vinnslu--

Framtíðarsýn

[breyta | breyta frumkóða]

--í vinnslu--

Samfélag á vefnum

[breyta | breyta frumkóða]

--í vinnslu--

--í vinnslu--

--í vinnslu--

  Þessi Microsoftgrein sem tengist hugbúnaði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.