Minik Wallace

Minik stuttu eftir komu hans til New York.
Minik með Wallace fjölskyldunni árið 1900

Minik Wallace (fæddur 1890, látinn 29. október 1918) var inúíti sem var fluttur til Bandaríkjanna ásamt fimm öðrum inúítum frá Grænlandi árið 1897 í leiðangri Robert Peary. Faðir Miniks Qisuk var einn af inúítunum. Allir ínúítarnir nema Minik dóu úr berklum. Minik var ættleiddur af safnstjóra og tók upp ættarnafn hans Wallace. Lík föður hans Qisuk var sent til safnstjórans og flegið og beinagrind Qisuk höfð til sýnis á safninu.

Minik fór aftur til Grænlands og bjó þar um tíma en kom seinna aftur til Bandaríkjanna. Hann lést í Spænsku veikinni 1918.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]