Mustafa Ahmed al-Hawsawi (arabíska: مصطفى الحوساوي, f. 5. ágúst 1968) er meðlimur íslömsku hryðjuverkasamatakann al-Kaída og sá sem skipulagði og fjármagnaði hryðjuverkin 11. september 2001.
Al-Hawsawi var handtekinn í Pakistan 1. mars 2003 og sagður hafa verið fluttur í Bagram-herstöðina í Afganistan, en það hefur ekki fengist staðfest af yfirmönnum Bandaríkjahers.
Al-Hawsawi var, ásamt Khalid Shaikh Mohammed, eitt þriggja vitna sem verjendur Zacarias Moussaoui óskuðu eftir til yfirheyrslu í réttarhöldunum yfir honum, en bandaríska alríkisstjórnin neitaði því með tilvísun til þjóðaröryggis.