Mófeti (fræðiheiti: Eupithecia satyrata) er lítið fiðrildi af fetaætt. Honum var lýst af Hübner 1813. Hann er frá Evrópu til vestur Síberíu og þar suður til Tíbet. Hann hefur einnig fundist í Norður-Afríku og Norður-Ameríku. Á Íslandi finnst hann um mestallt landið.[2] Hann leggst á margskonar gróður.[3]
Vænghafið er 18-24 mm. Mynstrið er breytilegt en grunnliturinn er öskugrár til brúnleitur.