Mýrin (bók)

Mýrin er bók eftir rithöfundinn Arnald Indriðason. Tökur hófust á samnefndri bíómynd í mars 2006 í leikstjórn Baltasars Kormáks.

Mýrin hefst á því að rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur er kallaður til í Norðurmýrina. Þar hefur roskinn maður að nafni Holberg fundist myrtur og í skúffu er mynd af fjögurra ára gamalli stúlku að nafni Auður sem tengist miklum fjölskylduharmleik. Á sama tíma hverfur ung kona úr brúðkaupi og óþægilegar minningar hellast yfir rannsóknarlögreglumanninn.

Bókin hefur hlotið gríðarlegar vinsældir utan Íslands.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.