Abe Zimmerman stofnaði fyrirtækið 1895 í New Holland-fylki í Pennsylvaníu.
Árið 1947 sameinaðist það svo Sperry Corporation og kallast þá Sperry New Holland.
Það keypti svo meirihluta í belgíska fyrirtækinu Claeys sem framleiddi þreskivélar, árið 1964.
1974 seldi Sperry New Holland hluta framleiðslunnar, sem hafði með garðsláttuvélar og fleira, til Ariens svo framleiðsla þeirra féll niður um hríð hjá Sperry New Holland.
Árið 1986 kom Sperry New Holland í hlut Ford og tók upp nafið Ford New Holland.
Öll samsteypan var seld til Fiat árið 1991. Þá varð til N.H. Geotech. Dráttarvélar sem seldar voru frá fyrirtækinu á árabilinu 1991 til 1993 voru í tveimur flokkum; þekktust á rauðbrúnum lit (Fiat New Holland) og bláum lit (Ford New Holland).
1991 keypti Ford New Holland Versatile Farm Equipment Company í Kanada.
Tveimur árum síðar skipti N.H. Geotech svo um nafn; tók nú upp New Holland N.V.
1999: Fiat keypti Case IH, sameinaði það New Holland N.V. og skipti á ný um nafn; CNH Global N.V. Þó voru Case IH og New Holland-traktorar áfram seldir undir sér merkjum. Til að fulltryggja kaupin var Versatile selt til Buhler Industries í Winnipeg. Dráttavélaverksmiðjurnar í Doncaster á Englandi voru seldar ARGO og með því fór McCormick.
Frá árinu 2000 hafa allar dráttarvélar verið bláar og bara merkið New Holland notað. Þreskivélarnar eru hins vegar gular og bláar en bindivélar rauðar og gular.
Þjónustu- og söluaðili fyrir New Holland landbúnaðartæki á Íslandi eru Kraftvélar ehf.