Norrænu barnabókaverðlaunin eru bókmenntaverðlaun sem Félag norrænna skólasafnvarða veittu árlega frá 1985 en á tveggja ára fresti frá 2007. Verðlaunin voru afhent í síðasta sinn árið 2013, árið sem Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn.[1]
- 1985 – Maria Gripe (Svíþjóð)
- 1986 – Thormod Haugen (Noregur)
- 1987 – Kaarina Helakisa (Finnland)
- 1988 – Mette Newth (Noregur)
- 1989 – Svend Otto S. (Danmörk)
- 1990 – Mats Wahl (Svíþjóð)
- 1991 – Ólavur Michelsen (höfundur, Færeyjar) og Erik Hjorth Nielsen (myndskreytir, Danmörk) fyrir Rossini á Skordali
- 1992 – Guðrún Helgadóttir (Ísland), fyrir Undan illgresinu
- 1993 – Bjarne Reuter (Danmörk)
- 1994 – Torill Thorstad Hauger (Noregur), fyrir höfundaverk sitt
- 1995 – Torun Lian (Noregur) og Viveca Lärn Sundvall (Svíþjóð)
- 1996 – Louis Jensen (Danmörk)
- 1997 – Lars-Henrik Olsen (Danmörk)
- 1998 – Ulf Stark (Svíþjóð)
- 1999 – Annika Thor (Svíþjóð)
- 2000 – Bent Haller (Danmark)
- 2001 – Edward Fuglø (Færeyjar)
- 2002 – Thore Hansen (Noregur), fyrir Skoglandserien
- 2003 – Kristín Steinsdóttir (Ísland), fyrir Engill í Vesturbænum
- 2004 – Lene Kaaberbøl (Danmörk), fyrir Skammarserien
- 2005 – Ragnheiður Gestsdóttir (Ísland), fyrir Sverðberinn
- 2006 – Eirik Newth (Noregur), fyrir Hvorfor dør vi?
- 2007 – Brynhildur Þórarinsdóttir (Ísland), fyrir endursagnir á Njáls sögu, Egils sögu og Laxdæla sögu
- 2009 – Stian Hole (Noregur), fyrir Garmanns gate
- 2011 – Marjun Syderbø Kjelnæs (Færeyjar), fyrir Skriva í sandin
- 2013 – Jo Salmson og Natalia Batista (Svíþjóð)